Fara yfir á efnisvæði

Bernhard innkallar Peugeot 308 II bifreið

29.01.2015

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi Peugeot 308 II bifreið af árgerðinni 2013. Ástæða innköllunarinnar er að skipta þarf út læsingarhring á gírstöng. Bilun í umræddum læsingarhring getur í versta falli orsakað rugling milli fyrsta gírs og bakkgírs.

Bernhard ehf mun hafa samband við bifreiðareiganda vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA