Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar 11 Volkswagen Crafter bíla árgerð 2012 og 2013

05.02.2015

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Volkswagen Crafter bíla af árgerðinni 2012 og 2013, framleidda á afmörkuðu tímabili. Ástæða innköllunar er að jafnvægishringur á drifskafti getur losnað með þeirri afleiðingu að festingar fyrir drifskaft á gírkassa geta losnað af og valdið alvarlegum skemmdum á undirvagni. Við þessar aðstæður getur skapast hætta á slysi.

Umráðamönnum viðkomandi bíla verður sent bréf á næstu dögum, þegar varahlutir hafa borist til landsins.

TIL BAKA