Fara yfir á efnisvæði

Bílabúð Benna ehf. innkallar 33 Chevrolet Aveo

06.02.2015

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 33 Chevrolet Aveo bifreiðum af árgerð 2012-2014.

Í tilkynningunni kemur fram að ástæða innköllunar er sú að Chevrolet hefur uppgötvað hugsanlega bilun í svissum i viðkomandi bílum.Óeðlilegt slit getur myndast í svissinum og því þarft að skipta um íhluti í honum. Innköllunin verður framkvæmd eiganda að kostnaðarlausu.

Bílabúð Benna ehf. mun senda viðkomandi bifreiðareigendum bréf vegna þessarar innköllunar.

Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í verkstæðimóttöku Bílabúðar Benna ehf.

TIL BAKA