Fara yfir á efnisvæði

K.Steinarssyni bannað að nota lénið heklakef.is.

24.02.2015

Neytendastofa hefur bannað K.Steinarssyni ehf. að nota lénið heklakef.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Heklu hf. sem taldi að með notkun lénsins bryti K.Steinarsson gegn vörumerkjarétti Heklu og rétti til firmanafns.

K.Steinarsson var um skeið umboðsaðili Heklu í Keflavík og hafði fyrirtækið því skráð lénið heklakef.is árið 2002. Samstarfi aðila lauk hins vegar árið 2011. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun K.Steinarssonar á heitinu væri til þess fallin að skapa ruglingshættu. Taldi Neytendastofa að aðilar væri keppinautar á sama markaðssvæði. K.Steinarsson hefði engin tengsl við lénið heklakef.is og fyrirtækið hefði enga lögmæta hagsmuni af notkun þess enda innihéldi það heiti keppinautarins Heklu.

Var K.Steinarssyni því bönnuð notkun lénsins heklakef.is og gert að afskráð lénið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA