Fara yfir á efnisvæði

Reyni bakara bannað að nota konditori

25.02.2015

Neytendastofa hefur bannað bakaríinu Reynir bakari að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að ábyrgðaraðili bakarísins hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti. Sambandið hafi orðið vart við að Reynir bakari hafi um nokkurt skeið notað orðið „konditori“ í atvinnurekstri sínum, t.d. í vörumerkjum, auglýsingu og á facebook síðu, sem félaginu sé óheimilt. Samkvæmt iðnaðarlögum þarf að ljúka námi í kökugerð til þess að mega nota starfsheitið.

Neytendastofa taldi að notkun á heitinu „konditori“ í markaðssetningu gæfi með augljósum hætti til kynna að sá sem einkenni sig með heitinu hafi tilskilin réttindi til að nota heitið. Neytendastofa tók því ákvörðun um að með notkun Reynis bakara á orðinu konditori væri villandi gangvart neytendum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA