Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 5KET-012 á 4 Yaris bifreiðum

27.02.2015

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 4 Yaris bifreiðar. Ástæða innköllunar er að mögulegt er að einn eða fleiri festiboltar af fjórum fyrir hjólnaf á afturhjóli séu ekki rétt hertir og geti losnað við notkun bílsins. Losni bolti er hætta á að hann skaði hemlahluti í hjólinu og hemlageta bílsinns minnki eða að hjólið festsist en hvorutveggja getur skapað hættuástand.

Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA