Fara yfir á efnisvæði

Aqua Spa ehf. bannað að nota auðkennið Aqua Spa og lénið aqua-spa.is.

07.04.2015

Neytendastofa hefur bannað Aqua Spa ehf. að nota auðkennið Aqua Spa og lénið aqua-spa.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Átak heilsurækt sem taldi að með notkuninni bryti Aqua Spa ehf. gegn vörumerkjarétti Átaks heilsuræktar.

Neytendastofa taldi ljóst að Átak heilsurækt hefði notað heitið Aqua Spa fyrir snyrtistofu sína frá árinu 2007. Heitið Aqua Spa var talið hafa nægilegt sérkenni til þess að njóta verndar. Var hætta talin á því að neytendur teldu að tengsl væru milli fyrirtækjanna.

Var Aqua Spa ehf. því bönnuð notkun auðkennisins og lénsins

Ákvörðunina má lesa hér.

TIL BAKA