Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

08.04.2015

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2014 þar sem Olíuverzlun Íslands hf. var bönnuð notkun á heitinu Rekstrarvörur í kjölfar kvörtunar Rekstrarvara ehf. Áfrýjunarnefndin taldi orðið almennt og lýsandi fyrir þjónustu aðilanna og því gæti Rekstrarvörur ehf. ekki notið einkaréttar á orðinu.

Í úrskurðinum kom fram að áfrýjunarnefndin teldi orðið hafa öðlast nægilegt sérkenni fyrir áralanga notkun Rekstrarvara ehf. Þá væri orðið rekstrarvörur ekki notað eitt og sér, heldur Olís skeytt fyrir framan það í öllum tilvikum. Því væri ekki hætta á að notkun Olíuverzlunar Íslands á heitinu Rekstrarvörur Olís yrði þess valdandi að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA