Fara yfir á efnisvæði

Reykjavík Motor Center innkallar BMW bifhjól

10.04.2015

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Reykjavík Motor Center að innkalla þurfi 36 BMW bifhjól framleidd á tímabilinu 04.12.2002 - 05.04.2011. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að við hefðbundið viðhald á bremsudisk eða umfelgun að aftan, gætu felguboltar hafa verið hertir um of og uppgefnum herslumælingum ekki fylgt samkvæmt leiðbeiningum í handbók. Sem orsök ofherslu gætu sprungur hafa myndast í drifflansinum sem afturfelgan boltast við. Með tíma geta þessar sprungur stækkað, og í verstu tilfellum valdið broti á þessum boltuðu samskeytum. Til að tryggja að bifhjólin haldi áfram að vera í topp ásigkomulagi, þarf að skipta um áðurnefndan drifflans.

Reykjavík Motor Center mun hafa samaband við bifhjólaeigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA