Fara yfir á efnisvæði

Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

13.04.2015

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi þrjár Mercedes Benz bifreiðar af gerðinni E-Class (model series 212) and CLS-Class (model series 218) með motor M271, M272, M274, M276, M278, M156 or M157. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að gúmmíþétting í vélarsal gæti losnað og komist í snertingu við pústið. Auka þarf klemmur sem halda þéttikant í vélarsal.

Askja ehf mun hafa samband símleiðis við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA