Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 35 Land Rover bifreiðar

21.04.2015

Lógó BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 35 Land Rover Discovery 4 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla sé í ABS stjórnboxinu sem getur leitt til þess að bilanameldingar komi í mælaborð og að stöðugleikakerfið ásamt loftfjöðrunarkerfi verði óvirkt. Þegar svissað er á bílinn yfirfer ABS (Anti-lock Braking System) kerfið eftirfarandi búnað til að athuga hvort hann er í lagi. ABS, Roll Stability Control (RSC), Electronic Brake-force Distribution (EBD), Traction Control (TC) og Hill Decent Control (HDC). Bílar sem eru með orginal kælibox á milli framsætanna geta, þegar svissað er af bílnum, framkallað (back spike) rafmagnsflökkt frá kæliboxinu sem gerir það að verkum að ABS stjórnboxið slekkur ekki á sér á meðan önnur box gera það. ABS stjórnboxið metur þá að hin stjórnboxin séu biluð og gefur bilanameldingu. ABS og EBD kerfið starfar áfram eðlilega en önnur kerfi ásamt loftfjöðrun starfa ekki.

BL ehf mun hafa samaband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA