Fara yfir á efnisvæði

Of margar matvöruverslanir ekki í lagi

08.05.2015

Neytendastofa kannaði nýlega ástand verðmerkinga hjá matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 75 verslanir og valdar af handahófi 50 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar var því 3.750 vörur. Kannað var hvort vörurnar væru verðmerktar og hvort ósamræmi væri á milli hillu og kassaverðs. Verðmerking verður að vera sýnileg og ekki má fara á milli mála til hvaða vöru hún vísar.Af þessum 75 verslunum voru einungs 48 þeirra með verðmerkingar í góðu lagi. Í verslununum Mini Market, Drafnarfelli og Vietnam Market, Suðurlandsbraut vantaði einingarverð á allar vörur, einingarverð er nauðsynlegt svo að neytendur geti áttað sig á hagkvæmustu kaupunum þar sem úrval af vörum er mikið og pakkningar misstórar vegna þess hafa verið settar reglur sem skyldar verslunareigendur til að gefa upp mælieiningaverð og söluverð.Athugasemd var gerð við eftirtaldar verslanir Nettó Mjódd og Hverafoldi, Mini Market Drafnarfelli, Plúsmarkaðinn, Krónuna á Granda, Hvaleyrarbraut, Háholti og Bíldshöfða, 10-11 Barónsstíg, Laugavegi, Melabraut, Lágmúla, Efstalandi, Dalvegi, Hjallabrekku, Hjarðarhaga og Langarima, Vietnam Market Suðurlandsbraut, Víði Skeifunni, Nóatún Hamraborg, Bónus Smiðjuvegi, Smáratorgi og Korputorgi, Hagkaup Litlatúni, Iceland Vesturbergi, Arnarbakka og Engihjalla.Mestu munaði á verði á appelsínuþykkni í Plúsmarkaðnum sem var merkt í hillu á 539 kr en kostaði í raun 724 kr. þegar komið var með vöruna á kassa, það gerir 185 kr verðmun. Við viljum því hvetja neytendur til að vera ávallt vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar.

TIL BAKA