Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 1.989 Nissan og Subaru bifreiðar

27.05.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 1462 Nissan Double Cab, Almera, Patrol, Terrano og X-Trail einnig 527 Subaru Impreza/WRX bifreiðar af árgerðunum 2004 - 2007. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á loftleka á loftpúðahylki farþegamegin sem getur orsakað að raki komist inn í loftpúðann með þeim afleiðingum að ef púðinn virkjast við óhapp getur hann ekki blásið rétt upp og möguleiki er á að púðinn losni frá festingu sinni. Raki skemmir búnað loftpúðans með möguleika á yfirþrýstingi frá honum við virkjun hans.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA