Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 98 Renault Master III og Trafic III bifreiðar

29.05.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 35 Renault Master III og 52 Renault Trafic III bifreiðar af árgerðunum 2014-2015. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf lásfestingu fyrir ytri hurðahúna þar sem við á eftir útfærslu bíls, að framan, hliðarhurðum og afturhurðum. Möguleiki er á að ytri húnar losni frá ef festing er ekki rétt staðsett í brakketi innan í hurð. Einnig þarf að innkalla 11 Renault Master III með palli árgerð 2013-2015. Ástæða innköllunarinnar er að skipta þarf um vírafestingar á skjólborða báðum megin.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innkallanna.

TIL BAKA