Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

03.06.2015

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða í tilefni kvörtunar Iceland Taxi yfir notkun Iceland Taxi Tours á auðkenninu, eins og fram kom í ákvörðun stofnunarinnar nr. 52/2014.

Iceland Taxi kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur birt úrskurð í málinu þar sem ákvörðun Neytendastofu er staðfest.

Í úrskurðinum er um það fjallað að auðkennið sem um ræðir sé afar almennt og lýsandi og skorti nægilegt sérkenni til þess að njóta verndar. Þá séu atvik málsins með þeim hætti að ekki verði vikið frá þeirri grunnreglu að takmarka vernd auðkenna sem skorti sérkenni.

Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 21/2014 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA