Fara yfir á efnisvæði

Innköllun Apple á Beats Pill XL ferðahátalara

08.06.2015

FréttamyndNeytendastofu hefur borist ábending um innköllun Apple á Beats Pill XL ferðahátalara. Það er mat Apple að í undantekningartilvikum geti rafhlaðan í ferðahátalaranum ofhitnað og valdið brunahættu sem ollið gæti minniháttar líkams- eða eignatjóni.

Apple tekur öryggi viðskiptavina sinna mjög alvarlega og til að gæta fyllstu varúðar hefur Apple ákveðið, að eigin frumkvæði, að hefja innköllun á Beats Pill XL hátalaranum. Apple fer þess á leit við viðskiptavini sína að þeir skili hátölurunum þeim að kostnaðarlausu og fái þess í stað val um inneign í verslun Apple eða rafræna endurgreiðslu að fjárhæð 43.000 kr.

Upplýsingar um vöruna sem um ræðir og skilaferlið eru aðgengilegar á þjónustuhluta vefsíðu Apple þar sem velja þarf Ísland, sjá hér: https://www.apple.com/dk/support/beats-pillxl-recall/

Einnig má hafa samband við dreifingar- og endursöluaðila sem félagið á í samstarfi við.

TIL BAKA