Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 61 Subaru Outback bifreiðar

09.06.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 61 Subaru Outback bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að ef bremsuljósarofi bilar, að ökustuðningskerfi bifreiðar greini bilun seinna en vænta má með þeim möguleika að ökustuðningskerfi komi seinna inn eða ekki þegar þörf er á.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innkallanna.

TIL BAKA