Fara yfir á efnisvæði

Go Green heimilt að nota gogreencars.is

14.06.2015

Neytendastofu barst kvörtun frá bílaleigunni Green Car þar sem kvartað var yfir notkun bílaleigunnar Go Green á léninu gogreencars.is. Taldi Green Car lénið svo líkt léni Green Car, greencar.is, að hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum. 

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að banna Go Green notkun á léninu. Í ákvörðuninni er um það fjallað að heildarmynd auðkennanna sé ólík og orðið „go“ veiti Go Green aðgreiningu frá Green Car. Þá sé um almenn orð að ræða. 

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA