Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Nissan Note og Nissan Leaf bifreiðar

30.06.2015

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi fimm Nissan Note og 30 Nissan Leaf bifreiðar af árgerðinni 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að ræsihnappur standi á sér og fari ekki tilbaka þegar ýtt er á hann í starti. Ef bifreið er ekið með takkann í þessari stöðu getur neyðarstopp vélar virkjast og vél drepið á sér. Laga skal afstöðu á startrofa.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innkallanna.

TIL BAKA