Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

08.07.2015

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá 30. október 2014. 

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunar um öryggisgalla í undirskriftarbúnaði Auðkennis. Þá taldi Neytendastofa að kvartandi hafi ekki verið aðili að rannsókn stofnunarinnar í kjölfar kvörtunarinnar.

Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi að kvartandi hafi átt að vera aðili að málinu þó hún hafi ekki tekið afstöðu til kvörtunarinnar. Var ákvörðun Neytendastofu því felld úr gildi og stofnuninni gert að taka málið til nýrrar meðferðar.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA