Fara yfir á efnisvæði

Auk neytendavernd með bílaleigubíla í Evrópu

13.07.2015

Í dag, 13. júlí, hafa fimm stór bílaleigufyrirtæki samþykkt að endurskoða framkvæmd sína gagnvart neytendum í kjölfar sameiginlegra aðgerða neytendayfirvalda í Evrópu og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Neytendur munu hagnast af skýrari skilmálum um tryggingar og eldsneytisáfyllingar, sanngjarnari meðhöndlun í kjölfar tjóna og aukins gagnsæis í verði. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að kvörtunum yfir bílaleigum fjölgaði mjög mikið á síðustu tveimur árum.

Věra Jourová, framkvæmdarstjóri dómsmál, neytendur og jafnrétti kynja hjá Evrópusambandinu, fagnaði samkomulaginu:
„Að bóka bíl á netinu, leigja hann í einu landi og skila honum í öðru landi er mjög einfalt í dag. Því miður eru skilmálar fyrirtækjanna í sumum tilvikum óljósir eða ekki nógu skýrir. Neytendur eru of oft að greiða óútskýrðan aukakostnað. Fimm stór bílaleigufyrirtæki hafa nú skuldbundið sig til að bæta upplýsingagjöf sína og gera skilmála skýrari fyrir neytendur. Ég fagna skuldbindingu þeirra og því frábæra starfi sem unnið hefur verið að neytendayfirvöldum til þess að tryggja betri samninga fyrir evrópska neytendur.“

Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til þess að bæta skilmála og viðskiptahætti sína til samræmis við neytendalöggjöf um réttindi neytenda, óréttmæta viðskiptahætti og ósanngjarna samningsskilmála.
Helstu atriðin sem bætt verða eru:
•     Aukið gagnsæi við bókun á netinu:
        o upplýsingar um allan kostnað sem greiða verður og valkvæðar viðbætur,
        o upplýsingar um helstu skilmála og skilyrði, þar á meðal kostnaður sem gjaldfærður verður á greiðslukort neytandans.
•     Betri upplýsingar um tryggingar í bókunarferli, þar með talið verð og hvað felst í tryggingunni.
•     Reglur sem varða eldsneytisáfyllingar verði skýrari og gagnsærri.
•     Skýrari og sanngjarnari framkvæmd við skoðun ökutækisins.
•     Bætt verði framkvæmdin þegar rukka þarf neytandann um viðbótargjöld þannig að neytandanum sé gefið raunverulegt tækifæri til þess að mótmæla skemmdum á ökutækinu áður en greiðsla er tekin.

Fréttatilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má lesa í heild sinni hér

Eldri frétt Neytendastofu um efnið má finna hér

TIL BAKA