Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 75 Dacia Duster bifreiðar

13.07.2015

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 75 Dacia Duster bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf handbremsubarka hvort losnað hafi upp á þeim við handbremsuhandfang inní bíl. Ef barki eða barkar losna frá festingu á handfangi inní bíl getur handbremsa orðið óvirk. Þetta þarf að athuga og setja smellur á handbremsuhandfang til að halda börkum stöðugum á sínum stað.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innköllunar.

TIL BAKA