Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar 145 bifreiðar

15.07.2015

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á sjö Prius + bifreiðum og 138 Auris bifreiðum, árgerð 2010-2014. Ástæða innköllunarinnar er að uppfæra þarf forrit í stjórntölvu fyrir rafmótora. Vegna rangrar forritunar getur myndast yfirálag á stjórntransistora í áriðli fyrir rafmótora. Ef yfirálag myndast dregur stjórntölvan úr afli kerfisinns og bíllin verður afllaus og aðeins er hægt að aka honum stutta vegalengd á litlu afli. Valdi yfirálagið hita í tengingum transistorana stoppar bíllinn alveg.

Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA