Fara yfir á efnisvæði

Bílabúð Benna ehf. innkallar 286 Chevrolet Captivur

17.07.2015

Lógó ChevroletNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 286 Chevrolet Captiva bifreiðum af árgerð 2011-2015.

Í tilkynningunni kemur fram að Chevrolet óski eftir að Bílabúð Benna innkalli bifreiðarnar vegna þess að komið hefur í ljós að ef ekki er fylgt fyrirmælum framleiðanda með að brenna úr hvarfakút þegar DPF ljósið kveiknar í mælaborðinu. Í þessum bílum, getur myndast mikill hiti í hvarfakútnum sem orsakar ofhitnun og bræðir hlífðarpönnuna. Skipt verður um hlífðarpönnur eiganda að kostnaðarlausu.

Viðkomandi bifreiðareigendum hefur nú þegar verið sent bréf vegna þessarar innköllunar.

Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í verkstæðismóttöku Bílabúðar Benna ehf.

TIL BAKA