Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 235 Renault Clio IV bifreiðar

23.07.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 235 Renault Clio IV bifreiðar af árgerðinni 2014-2015. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur í ljós að í sumum tilfellum getur afstaða innri bretta að framan verið röng sem getur orðið til þess að innri bretti nuddist við bremsuslöngur.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innköllunar.

TIL BAKA