Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Range Rover bifreiðar

31.07.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 29 Range Rover bifreiðar af árgerðinni 2013-2016. Ástæða innköllunarinnar er að það getur gerst að hurðir bílanna lokist ekki tryggilega sem getur haft þær afleiðingar að þær opnist á ferð. Það þarf að endurforrita stjórnbox fyrir lyklalaust aðgengi. Um er að ræða 18 Range Rover og 11 Range Rover Sport.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innköllunar.

TIL BAKA