Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 146 Land Rover bifreiðar

05.08.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 146 Land Rover bifreiðar af árgerðinni 2006-2012. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuslöngurnar að framan gefi sig með þeim afleiðingum að bremsuvökvi fer að leka og bíllinn tapar hemlun að framan. Skipta þarf um bremsuslöngur báðu megin að framan.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innköllunar.

TIL BAKA