Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 3563 bifreiðar

11.08.2015

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 2899 Yaris og 664 Hilux bifreiðar af árgerðum 2006-2011. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, gallinn felst í því að röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna getur rifið gat á drifbúnaðinn sjálfan sem veldur því að púðinn blæs ekki rétt út við árekstur og virkni hans verður ekki eins og til er ætlast.

Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA