BL ehf innkallar 157 Subaru bifreiðar

13.08.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 79 Subaru Forester og 78 Subaru XV Impreza bifreiðar af árgerðunum 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rafkerfi á stýristúpu að neðan nái að nuddast í hlíf með þeim afleiðingum að skemmd getur komist í hlífðarkápu rafkerfis sem getur orsakað skammhlaup. Ef þetta á sér stað geta þurrkur, ljós og flauta dottið út.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innköllunar.

TIL BAKA