Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 157 Subaru bifreiðar

13.08.2015

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 79 Subaru Forester og 78 Subaru XV Impreza bifreiðar af árgerðunum 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rafkerfi á stýristúpu að neðan nái að nuddast í hlíf með þeim afleiðingum að skemmd getur komist í hlífðarkápu rafkerfis sem getur orsakað skammhlaup. Ef þetta á sér stað geta þurrkur, ljós og flauta dottið út.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innköllunar.

TIL BAKA