Fara yfir á efnisvæði

Ólavía og Óliver innkalla barnabók

02.09.2015

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Ólavíu og Óliver vegna innköllunar á Heimess barnabók með áfastri snuðkeðju. Ástæða innköllunarinnar er köfnunarhætta þar sem keðjan getur fest í koki barns.Varan hefur verið í sölu frá árinu 2011 og hafa 12 stk. verið seld. Hafir þú keypt þessa vöru í Ólavíu og Ólíver biðjum við þig vinsamlega að skila vörunni í verslunina þar sem þú getur fengið endurgreitt.

Ekki er vitað hvort varan hafi borist til landsins með öðrum leiðum en vill Neytendastofa hvetja þá neytendur sem eiga þessa vöru að hætta notkun hennar strax og tilkynna stofnuninni ef varan hefur verið keypt hér á landi á netfangið edda@neytendastofa.is eða postur@neytendastofa.is

TIL BAKA