Fara yfir á efnisvæði

Rúmfatalagerinn innkallar hluta af barnaferðarúmi

28.09.2015

FréttamyndNeytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Rúmafatalagernum á skiptiborði sem fylgir barnaferðarúmi Sanibel/Nappedam vörunúmer 3902206. Varan hefur verið til sölu í öllum verslunum Rúmfatalagersins frá ágúst 2013. Skiptiborðið getur verið hættulegt börnum þar sem það er of mjótt og stutt og því hætta á að barnið geti dottið af því. Einnig eru böndin til að festa barnið of löng og getur valdið kyrkingarhættu. Auk þess er hætta á að börn geti klemmt sig.

Neytendur er hvattir til að hætta notkun skiptiborðanna strax og hafa samband við næstu Rúmfatalagersverslun og skila vörunni gegn endurgreiðslu.

Engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreindra barnaferðarúma.

TIL BAKA