Fara yfir á efnisvæði

Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer

05.10.2015

FréttamyndHekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á loftpúðum. Mitsubishi hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Lancer árgerðum 2003 til 2008. Á Íslandi eru 299 bílar sem falla undir þessa innköllun. Ástæða innköllunar er að við ákveðnar aðstæður er möguleiki á að raki safnist fyrir í ræsibúnaði loftpúða farþegamegin sem getur valdið því að púðinn blæs ekki rétt út við árekstur. Bílarnir verða innkallaðir og skipt verður um loftpúða farþegamegin. 

TIL BAKA