Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 32 bifreiðar

14.10.2015

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 32 Toyota Proace bifreiðar árgerð 2013. Ástæða innköllunarinnar er að hitari í eldsneytislögn getur brætt plastlok á eldsneytissíuhúsi. Ef lokið bráðnar kemst loft inn á eldsneytislögnina og vélin stöðvast.
Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA