Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar 365 miðla

09.11.2015

Í kjölfar ábendinga frá neytendum tók Neytendastofa upp að nýju mál vegna tilkynninga í tengslum við verðbreytingar hjá 365 miðlum. Stofnunin tók árið 2009 ákvörðun um að 365 miðlar hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að tilkynna viðskiptavinum sínum ekki með fullnægjandi hætti um væntanlegar verðbreytingar og kynna þeim um leið rétt sinn til að falla frá áskriftarsamningi, vildu þeir ekki sætta sig við breytingarnar.

Með ákvörðun Neytendastofu nr. 46/2015 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að félagið hafi ekki gert fullnægjandi breytingar á tilkynningum sínum í kjölfar fyrri ákvörðunarinnar. Því hafi 365 miðlar brotið gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 31/2009.

Neytendastofa lagði 750.000 kr. stjórnvaldssekt á 365 miðla fyrir brotið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA