Fara yfir á efnisvæði

Heimkaup sektað fyrir brot á útsölureglum

23.11.2015

Neytendastofa tók til skoðunar framkvæmd Heimkaupa við tilboð og útsölur. Málið snéri fyrst og fremst um það að stofnunin gengi úr skugga um að vörur hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði áður en afsláttur var auglýstur. Við meðferð málsins kom fram að flestar af þeim vörum sem málið snéri að höfðu ekki verið til sölu áður og var að sögn Heimkaupa um að kynningartilboð að ræða.

Í ákvörðun Neytendastofu er tekið á því að Heimkaup hafi ekki fylgt þeim skyldum sem kynningartilboðum fylgja. Þannig tilgreindi Heimkaup ekki sérstaklega að um kynningartilboð væri að ræða og láðist að taka fram í hversu langan tíma það gilti. Þá voru dæmi um að verð á vörunum var ekki hækkað að kynningartilboðinu loknu.

Varðandi þær vörur sem ekki voru á kynningartilboð þá tókst Heimkaupum ekki í öllum tilvikum að færa fullnægjandi sönnur á að aðrar vörur hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði.

Fyrir ofangreind brot var félagið sektað um 150.000 kr.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA