Fara yfir á efnisvæði

Jokumsen innkallar barnakjóla

14.12.2015

FréttamyndNeytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Jokumsen netverslun. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í þremur barnakjólum samræmast ekki lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og staðalinn ÍST EN 14682:2014 um öryggi barnafatnaðar. Vörurnar sem um ræðir eru fjólublár kjóll með blómum og slaufu, túrkís kjóll með pallíettum og blómi og bleikur og silfurlitaður pallíettukjóll. Bönd í mitti eru leyfð innan ákveðinni marka en böndin á þessum kjólum eru of löng. Á myndinni má sjá einn af kjólunum.

Jokumsen hefur nú þegar haft samband við viðskiptavini sína sem keypt hafa umræddar flíkur og boðið þeim að senda þær til Jokumsen til lagfæringa.

Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa umræddan barnafatnað að snúa sér til Jokumsen vefverslun svo að hægt sé að gera viðeigandi lagfæringar.

TIL BAKA