Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Volkswagen Caddy

16.12.2015

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Volkswagen AG um innköllun á Caddy bifreiðum sem framleiddar voru frá maí 2012 til janúar 2013. Ástæða innköllunar er sú að möguleiki er á að jarðsamband fyrir rafmagnsstjórnbox sé ekki fest með réttum hætti. Ef þessi galli er í bílnum getur orðið skammhlaup og bíllinn farið í gang þegar fjarstýring er notuð til að opna bílinn.

Ef það gerist og bíllinn er í gír skapast slysahætta. Þar til búið er að yfirfara umrætt jarðsamband er mælst til þess að þegar bílnum er lagt sé hann hafður í hlutlausum gír með handbremsu á.

Á Íslandi er vitað um 96 bíla innan þessa framleiðslutímabils og verður haft samband við eigendur þeirra á næstu dögum.

Eigendum Caddy bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. og geta mögulega fallið undir þetta framleiðslutímabil er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að vita hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.

TIL BAKA