Fara yfir á efnisvæði

Dagsektir á Kredia og Smálán felldar úr gildi

22.12.2015

Neytendastofa lagði dagsektir á félögin Kredia og Smálán með ákvörðun nr. 3/2015 þar sem félögin höfðu ekki farið að ákvörðun stofnunarinnar nr. 28/2014 og úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2014.

Félögin kærðu dagsektarákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. Á meðan á meðferð málsins stóð hjá nefndinni var starfsháttum félaganna breytt þannig að félögin selja nú rafbækur en neytendum gefst kostur á að taka lán hjá félögunum samhliða kaupum á rafbókum. Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi breytinguna leiða til þess að ekki væri um að ræða brot gegn ákvörðun nr. 28/2014 og úrskurði nr. 13/2014 og felldi því úr gildi ákvörðun Neytendastofu um dagsektir. Áfrýjunarnefndin tók ekki afstöðu til þess hvort nýir starfshætti félaganna séu í samræmi við lög um neytendalán og mun Neytendastofa því þurfa að taka það mál til meðferðar.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA