Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar tilboðsauglýsingar PEP flugelda

22.12.2015

Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsingar PEP flugelda þar sem kemur fram að tilboð sé á flugeldum.

Neytendastofa krafðist þess að PEP International, rekstraraðili vefverslunarinnar pepflugeldar.is, sannaði að tilboðsvörur hefðu verið seldar á uppgefnu fyrra verði áður en þær voru settar á útsölu. Þá benti Neytendastofa félaginu að á að fullnægjandi upplýsingar um félagið skorti á vefsíðunni.

PEP International gátu ekki sýnt fram á að um raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða og bættu ekki úr upplýsingaskorti á vefsíðunni. Var PEP International því bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti.

Ákvörðunina má nálgast í heild sinni hér.

TIL BAKA