Fara yfir á efnisvæði

Neytendur sýni varúð

29.12.2015

FréttamyndFlugelda og skotkökur er leyfilegt að selja og nota á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Skoteldar eru í eðli sínu hættuleg vara sem gerir ríkar kröfur til þess að neytendur sýni aðgæslu við meðferð og notkun þeirra.

Notkun skotelda – það sem þarf að hafa í huga:
        Kannaðu og virtu leyfileg aldursmörk á skoteldum
        Notaðu öryggisgleraugu.
        Lestu leiðbeiningar
        Virtu fjarlægðarmörk: öflugir skoteldar 25 -50 metrar
       Tryggðu að undirstaðan sé lárétt og stöðug
        Hallaðu þér aldrei yfir skoteld þegar kveikt er í
        Hreyfðu ekki skoteld sem ekki virkar- helltu vatni yfir

Um framleiðslu, sölu og markaðssetningu skotelda gildir reglugerð nr. 952/2003, með síðari breytingum. Skoteldar skiptast skv. reglugerðinni í 4 flokka en leyfilegt er að selja til neytenda skotelda í 1-3 flokki en skoteldar í 4 flokki eru aðeins ætlaðir þeim sem hafa aflað sér réttinda til flugeldasýninga. Óheimilt er a ð selja yngri en 12 ára skotelda og allir öflugir skoteldar eru ekki til notkunar fyrir yngri en 16 ára. Í reglugerðinni er kveðið á um CE merkingu skotelda og verður skylt að CE merkja alla skotelda frá og með 2017. Nú þegar eru þó margir skoteldar sem eru á markaðnum CE merktir.

Neytendastofa hvetur neytendur til að sýna aðgæslu um ármótin við meðferð skotelda.

TIL BAKA