Fara yfir á efnisvæði

Bernhard innkallar Honda Pilot bifreiðar

14.01.2016

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi tvær Honda Pilot bifreiðar. Ástæða innköllunar er að við árekstur þenjast loftpúðar farþega- og /eða bílstjóramegin út og geta hugsanlega vegna óeðlilegs innri þrýstings í púðunum borist agnir úr umgjörð þeirra inn í farþegarými og í versta falli valdið meiðslum á farþegum.

Bernhard ehf mun hafa samband við bifreiðareiganda vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA