Fara yfir á efnisvæði

Ákvarðanir Neytendastofu staðfestar

19.01.2016

Með ákvörðunum Neytendastofu nr. 30/2015 og 33/2015 var verslunum Vietnam Market ehf. og Samkaup ehf. rekstraraðila Nettó gert að greiða sektir vegna skorts á verðmerkingum í verslunum sínum. Fyrirtækin kærðu ákvarðanir Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur nú með úrskurðum 11/2015 og 12/2015 staðfest sektarákvarðanirnar.
Úrskurðina má lesa í heild sinni hér: 12/2015 og 11/2015

TIL BAKA