Fara yfir á efnisvæði

Innréttingar og tæki sektað vegna útsöluauglýsinga

26.01.2016

Neytendastofa hefur sektað Innréttingar og tæki fyrir villandi útsöluauglýsingar. Stofnuninni barst kvörtun frá Múrbúðinni þar sem félagið taldi tilboðs og útsöluauglýsingar Innréttinga og tækja andstæðar góðum viðskiptaháttum. Athugasemdirnar voru þríþættar og snéru í fyrsta lagi að því að í auglýsingunum voru einungis birt afsláttarverð en ekki fyrra verð eins og skylt er að gera. Í öðru lagi snéru athugasemdirnar að því að í auglýsingunum væru með villandi hætti tilgreind „verð frá“ samhliða mynd af dýrari vöru. Þá gerði Múrbúðin í þriðja lagi athugasemdir við að Innréttingar og tæki hafi auglýst verðlækkun á sumum vörum í lengri tíma en sex vikur, sem er leyfilegt hámark.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að í öllum tilvikum væri um brot gegn góðum viðskiptaháttum að ræða.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA