Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Úranus ehf. á Toyota bifreiðum.

18.02.2016

Neytendastofu barst erindi Toyota á Íslandi ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingum Úranusar ehf. á ábyrgðartíma bifreiða. Með ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2014 var komist að því að auglýsingar Úranusar ehf. væru villandi. Var Úranusi bannað að auglýsa fimm ára ábyrgð án frekari tilgreiningar og að telja ábyrgðartíma byrjaðan að líða frá skráningardegi en ekki við afhendingu.

Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að orðalagi auglýsinga Úranusar hefði verið lítillega breytt þá væru þær enn villandi um ábyrgðartíma bifreiðanna. Var því talið að Úranus hefði brotið gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2014 og var því gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 300.000 vegna brotsins.

Ákvörðunina má nálgast hér.

TIL BAKA