Fara yfir á efnisvæði

Rannsókn framkvæmdastjórnar ESB á stöðu neytenda í ríkjum EES svæðisins

18.05.2016

Markmið rannsóknar ESB á stöðu neytenda í ríkjum EES svæðisins var að kanna hversu algengt það er að neytendur standi höllum fæti í viðskiptum við fyrirtæki í ríkjum EES svæðisins og hvaða ástæður liggja þar að baki. Við rannsóknina var notast við ýmsar heimildir, svo sem skriflegar heimildir og viðtöl við hagsmunaaðila ásamt því að lagðar voru kannanir fyrir neytendur í fimm löndum. Rannsóknin lagði áherslu á að skoða þrjá megin atvinnuvegi í Evrópusambandinu.

Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að neytendur eru oftar viðkvæmari þegar þeir standa frammi fyrir flóknum auglýsingum, bera ekki saman tilboð eða eiga í vandræðum með að bera saman tilboð sökum markaðstengdra þátta eða vegna persónlegra ástæðna. Markaðstengdir hvatar eru sérstaklega mikilvægir í þessu sambandi en tölfræðigreiningar sýna ákveðna fylgni milli þeirra og bágri stöðu neytenda.
Í ljós kom einnig að á meðal þeirra þriggja atvinnugreina sem voru sérstaklega skoðaðar þá virðast neytendur oftar vera í bágri stöðu á orku- og fjármálamarkaðnum fremur en upplýsingatæknimarkaðnum.

Í niðurstöðukafla rannsóknarinnar má svo sjá tillögur framkvæmdastjórnarinnar sem snúa að stefnumálum er varða neytendur í þessum efnum og þeirri aðferðafræði sem má nota við síðari umfangsmeiri rannsóknir á þessu sviði.
Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér.

TIL BAKA