Fara yfir á efnisvæði

Í dag er alþjóðamælifræðidagurinn

20.05.2016

Mælifræðidagurinn 20. maí er til að minnast undirritunar metrasamþykktarinnar árið 1875. Þessi samþykkt leggur grunninn að samræmdri alþjóðamælifræði sem er undirstaða fyrir vísindauppgötvanir og nýsköpun, iðnaðarframleiðslu og alþjóðaverslun og bætir að auki lífsgæði og verndar umhverfið.

Þemað, sem varð fyrir valinu 2016, er: Mælingar í síbreytilegum heimi. Það endurspeglar bæði áskoranirnar við nákvæmar mælingar á síbreytilegum stærðum á borð við þrýsting í sprengihólfi og mjög örar breytingar í mælivísindunum í dag.

Landsmælifræðistofnanir um allan heimi leggja stöðugt sitt af mörkum til mælifræðivísindanna með því að þróa og fullgilda nýja mælitækni á hvaða tækniþróunarstigi sem krafist er. Stofnanirnar taka einnig þátt í samanburði, sem skipulagður er af Alþjóðamælifræðistofnuninni (BIPM), til að tryggja áreiðanlegar mæliniðurstöður um allan heim. Hjá BIPM er ennfremur vettvangur fyrir aðildarþjóðirnar til að vekja máls á nýjum mælifræðilegum áskorunum.

Til margra mælitækja eins og sjálfvirkra voga, ratsjáa til að mæla hraða ökutækja, sem eru notuð til að mæla hluti á hreyfingu, eru gerðar lögmælikröfur og/eða kröfur um reglulegt eftirlit. Að auki breytir ný tækni í sífellu bæði mæliaðferð þessara tækja og aðferðinni við eftirlitið með þeim – snjallmælar fyrir orku eða vatn eru eitt dæmið. Alþjóðalögmælistofnunin (OIML) þróar alþjóðlegar leiðbeinandi reglur með það að markmiði að samstilla og samræma kröfur til þessara tækjagerða um allan heim.

Með Alþjóðamælifræðideginum er framlag allra, sem hafa unnið við alþjóðlegar og landsbundnar stofnanir í gegnum tíðina í þágu fjöldans, viðurkennt og því fagnað.

Fleiri upplýsingar um alþjóðamælifræðidaginn er hægt að finna hér

TIL BAKA