Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar hundasnyrtistofur

26.05.2016

Neytendastofa tók til skoðunar verðmerkingar á sölustað hundasnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu samhliða því sem stofnunin skoðaði vefsíður sem snyrtistofurnar halda úti. Á vefsíðunum var skoðað hvort verðupplýsingar kæmu þar fram og hvort fullnægjandi upplýsingar væru veittar um þjónustuveitanda.

Í kjölfar athugasemda Neytendastofu voru einungis tvær hundasnyrtistofur sem ekki birtu verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Það voru Dekurdýr og Kátir hvuttar. Í báðum tilvikum er um Facebook-síður að ræða en sömu kröfur eru gerðar til þeirra og annarra vefsíðna.

Þar sem fyrirtækin tvö fóru ekki að fyrirmælum Neytendastofu hefur stofnunin nú tekið ákvarðanir um að leggja dagsektir á fyrirtækin bæti þau ekki verðupplýsingum á síðurnar sínar.

Ákvörðun vegna Kátra hvutta má lesa hér

Ákvörðun vegna Dekurdýra má lesa hér

TIL BAKA