Fara yfir á efnisvæði

Tiger innkallar flautu

31.05.2016

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á flautu. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að hlutinn sem býr til hljóðið í flautunni getur losnað ef togað eða ýtt er í hann. Hluturinn er smár og því getur stafað köfnunarhætta af honum. Engin atvik hafa komið upp, þetta kom í ljós við reglulegt eftirlit. Hafir þú keypt þessa vöru biðjum við þig vinsamlega að skila vörunni í verslunina Tiger þar sem þú getur fengið endurgreitt eða inneignarnótu, kassakvittun er óþörf.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi málið hafðu endilega samband í s. 528 8200 eða á netfangið tiger@tiger.

TIL BAKA