Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Renault bifreiðar

02.06.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 27 Renault bifreiðum árgerð 2014, af tegundinni Trafic III. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf hvort boltar sem halda loftpúða farþegamegin séu nægilega vel hertir. Ef þeir eru ekki nægilega hertir þá getur það valdið að loftpúði springi ekki rétt út ef bill lendir í árekstri.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA