Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Nissan Juke

01.07.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 59 Nissan bifreiðum. Um er að ræða Juke bifreiðar framleiddar á árunum 2014 og 2015. Komið hefur fram í gæðaeftirliti Nissan að ef bilun á sér stað í aftari súrefniskynjara kemur villumelding í mælaborði ekki upp. Ástæðan er ófullnægjandi greining vélarstjórnbox fyrir aftari súrefnisskynjara bifreiðar. Vélarstjórnbox viðeigandi bifreiða verða endurforrituð eiganda að kostnaðarlausu.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar á næstu dögum.TIL BAKA